Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. apríl 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid hyggst klára tímabilið á varaliðsvellinum
Alfredo Di Stefano leikvangurinn.
Alfredo Di Stefano leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Real Madrid áætlar að spila þá leiki sem eftir eru af tímabilinu á Alfredo Di Stefano leikvangnum, vellinum þar sem varalið félagsins og unglingalið spila.

Óvíst er hvenær spænska tímabilið kemst aftur af stað en því var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Þegar tímabilið fer aftur af stað þá verður leikið bak við luktar dyr og Real Madrid vill spila á áhorfendalausum varaliðsvellinum.

Þetta gæfi félaginu tækifæri til að halda áfram endurbótum á Bernabeu leikvangnum, aðalvelli félagsins.

Spænska blaðið AS segir að La Liga og spænska knattspyrnusambandið hafi ekkert á móti þessum áætlunum Real Madrid.

Það þyrfti þó að gera ákveðnar lagfæringar á varaliðsvellinum svo hann yrði löglegur í La Liga. Það þyrfti að bæta við VAR myndbandsdómgæslubúnaði, betri lýsingu og auknu plássi fyrir auglýsingaskilti. Þetta ætti ekki að vera mikil hindrun fyrir Real Madrid.

Real Madrid var í öðru sæti La Liga, tveimur stigum á eftir Barcelona, þegar tímabilinu var frestað. Ellefu umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner