Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. maí 2021 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jordan Brown ekki valinn í hópinn hjá Fylki í gær - Á förum?
Jordan í baráttunni gegn Leikni.
Jordan í baráttunni gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það vakti athygli í gær að enski sóknarmaðurinn Jordan Brown var ekki í leikmannahópi Fykis gegn Keflavík í gærkvöldi. Jordan byrjaði á bekknum í fyrstu tveimur umferðunum en var í byrjunarliðinu í umferð þrjú og fjögur.

Miðað við svör Atla Sveins Þórarinssonar, þjálfara Fylkis, í viðtali í gær má ætla að Jordan sé heill heilsu og hafi einfaldlega ekki verið valinn í hópinn. Einhverjar sögur hafa heyrst að Fylkir sé að leitast eftir því að losa Jordan frá félaginu.

Nikulás sá eini sem er tæpur
„Jordan Brown er utan hóps og svo takið þið Nikulás Val (Gunnarsson) snemma af velli. Hvernig er staðan á hópnum?" spurði Stefán Marteinn Ólafsson, fréttaritari Fótbolta.net í gær.

„Staðan er bara góð. Nikulás er slæmur í náranum og bað sjálfur um skiptingu. Hann spilaði mjög vel fram að því. Hann er svona sá eini sem er tæpur í rauninni," sagði Atli Sveinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 Keflavík

Næsti leikur Fylkis er gegn Víkingi á þriðjudag.
Atli Sveinn: Menn voru bara orðnir hungraðir
Athugasemdir
banner
banner
banner