Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári um fjarveru lykilmanna í landsliðinu: Þarf að setja spurningamerki við það
Icelandair
Kári og Raggi eru á sínum stað í landsliðinu.
Kári og Raggi eru á sínum stað í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var landsliðshópur tilkynntur fyrir leikina gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Það vantar eitthvað af stórum nöfnum í hópinn en Víkingurinn Kári Árnason er á sínum stað. Hann var spurður út í komandi verkefni í viðtali eftir sigur Víkings gegn KA í gær.

Ekki hefur verið haldinn fréttamannafundur og því ójóst af hverju mörg nöfn vantar í hópinn. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfeð Finnbogason, Guðlaugur Victor Pálsson og Hannes Þór Halldórsson verða ekki með.

Kári var spurður hvort hann hafi íhugað að biðja um frí,

„Þessir landsleikir eru svolítið sérstakir en það verður að spila þetta, það er alveg ljóst. Það verður einhver að standa vaktina fyrir Íslands hönd. Ef menn eru ekki klárir í það þá þarf að setja einhver spurningamerki við það," sagði Kári.

Ertu með einhvern leikjafölda sem þú vilt ná að spila fyrir landsliðið áður en þú hættir? Kári hefur leikið 89 leiki til þessa.

„Nei, ég er ekki í eltingarleik við eitthvað svoleiðis. Ef það er ætlast til nærveru minnar þá bara mæti ég, svo einfalt er það," sagði Kári.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Athugasemdir
banner
banner