Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. maí 2021 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Páll fékk tilboð frá Færeyjum - „Sagði takk en nei takk"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það stóð Rúnari Páli Sigmundssyni til boða að taka við liði 07 Vestur í Færeyjum. Það herma heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar sem er sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Þetta kom fram í þætti gærdagsins.

Rúnar er sagður hafa neitað þessu boði. Hann hætti sem þjálfari Stjörnunnar fyrir rúmum tveimur vikum síðan eftir langa veru hjá sínu félagi.

07 Vestur Sorvagur er í 8. sæti í færeysku Betri deildinni (10 lið), efstu deild eftir ellefu umferðir.

„Hann var kominn með tilboð úr efstu deild þar í Færeyjum um að þjálfa lið 07 Vestur."

„Rúnar sagði takk en nei takk,“
sagði Kristján Óli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner