Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 22. júlí 2022 22:41
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
John Andrews: Ef við hefðum skorað fyrst, þá hefði þetta kannski orðið annar leikur
Lengjudeildin
John Henry Andrews, þjálfari Víkings R.
John Henry Andrews, þjálfari Víkings R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. tapaði 3-0 á heimavelli gegn FH í toppbaráttu Lengjudeildar kvenna í kvöld. John Andrews, þjálfari Víkings var að vonum ekki sáttur eftir leik.

„Það er erfitt að koma og skapa svona mörg færi og í rauninni var þetta frábær fótboltaleikur, leikir á milli FH og Víkings eru alltaf frábærir leikir, en það eru vonbrigði að við nýttum ekki nokkur af færunum okkar því mér fannst við eiga skilið að minnsta kosti nokkur mörk. Ef við hefðum skorað fyrst, þá hefði þetta kannski orðið annar leikur," sagði John Andrews í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 FH

John gat ekki sett fingur á það hvað vantaði upp á fyrir framan markið í kvöld.

„Ég veit það ekki, kannski er það smávegis heppni eða eitthvað, því við spiluðum ákaflega vel og sköpuðum helvíti mörg færi, þannig kannski smá meiri löngun til að setja boltann í netið."

John var ekki viss við hverju megi búast í næsta leik gegn Grindavík.

„Þær eru frábærar og með frábæran þjálfara, mjög skipulagðar með góða leikmenn. Þetta er annað stórt próf fyrir okkur, eins og ég hef sagt allt tímabilið, Lengjudeildin er frábær deild þannig að allir leikir verða mjög, mjög erfiðir. En við elskum það, við elskum áskoranir. Þetta verður góður leikur á þriðjudaginn til að koma þessum leik út úr systeminu," sagði John Andrews að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner