Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. ágúst 2021 12:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska - Kane á bekknum
Mynd: EPA
Tveir leikir hefjast kl 13:00 í Ensku Úrvalsdeildinni í dag. Southampton tekur á móti Manchester United og Wolves fær Tottenham í heimsókn.

Byrjunarliðin eru klár. Byrjunarlið Tottenham er óbreytt frá 1-0 sigri liðsins gegn Man City um síðustu helgi. Athygli vekur að Harry Kane er í hópnum og byrjar á bekknum.

Wolves gerir eina breytingu á liði sínu frá 1-0 tapi gegn Leicester um síðustu helgi. Ki-Jana Hoever víkur fyrir Nelson Semedo. Raul Jimenez byrjar sinn fyrsta leik á heimavelli í 9 mánuði.

Það eru tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United frá 5-1 sigri liðsins gegn Leeds um síðustu helgi. Daniel James og Scott McTominay setjast á bekkinn og Anthony Martial og Nemanja Matic koma inn í byrjunarliðið. Jadon Sancho og Raphael Varane eru á bekknum.

Southampton tapaði 3-1 gegn Everton um síðustu helgi. Liðið er óbreytt frá þeim leik.




Tottenham: Lloris, Tanganga, Sanchez, Dier, Reguilon, Hojbjerg, Skipp, Moura, Alli, Bergwijn, Son.

Wolves: Sa, Semedo, Coady, Kilman, Marcal, Moutinho, Saiss, Neves, Trincao, Jimenez, Traore.



Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Fred, Matic, Greenwood, Fernandes, Pogba, Martial.

Southampton: McCarthy, Livramento, Stephens, Salisu, Perraud, Walcott, Ward-Prowse, Romeu, Djenepo, Adams, Armstrong.
Athugasemdir
banner
banner
banner