Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 22. október 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Litli frændi Shakiru kominn á samning hjá FC Andorra
Mynd: Getty Images
Mynd: Google/Futbolete
Kosmos group, fjárfestahópur með Gerard Pique í fararbroddi, keypti FC Andorra með það að markmiði að byggja upp gott félag. Ekki ósvipað því sem '92 árgangur Manchester United er að gera með Salford City.

Leikvangur FC Andorra er rúmlega 1200 metra yfir sjávarmáli og tekur aðeins 530 manns í sæti. Liðinu hefur gengið gríðarlega vel eftir að Pique tók við eignarhaldinu og leikur í spænsku C-deildinni sem stendur. Þar er liðið í toppbaráttu í riðli 3, með 18 stig eftir 9 umferðir.

Lionel Messi og Cesc Fabregas eiga einnig hlut í félaginu og er Gabri, fyrrum leikmaður Barcelona og Ajax, að þjálfa liðið.

Eins og frægt er þá er Pique giftur kólumbísku poppdrottningunni Shakira og hafa fjölmiðlar á Spáni tekið eftir því að nýjasti leikmaður Andorra er náskyldur frændi hennar.

Hann heitir Tarik Antonio Mebarak og spilaði fyrir varalið FC Andorra á sunnudaginn í 4-1 sigri gegn Rialp.

Þjálfari varaliðsins virðist hafa miklar mætur á honum og sagði eftir leikinn að Mebarak væri einstaklega kröftugur leikmaður sem gæti bætt sig mikið á komandi árum.

Mebarak er 19 ára gamall. Faðir hans heitir Tonino og er bróðir Shakiru.

Hann hefur mikinn metnað í fótbolta og hefur æft hjá ýmsum akademíum víða um heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner