Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. desember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir þennan Firmino besta framherja í heimi - „Jarðtengingu takk"
Mynd: Getty Images
Maggi mark er lengst til hægri
Maggi mark er lengst til hægri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meðlimir Kop.is þeir Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson voru gestir í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í gær.

Þar var farið yfir síðustu umferðina í ensku úrvalsdeildinni og rýnt í það helsta.

Fyrsti leikurinn sem farið var yfir var 0-7 útisigur Liverpool á Crystal Palace. Talið barst að frammistöðu Roberto Firmino sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í leiknum. Maggi mark greip orðið eftir að rætt hafði verið um áhrif Firmino á leik Liverpool-liðsins. Umræðan hefst eftir um níu mínútur af þættinum.

„Aðeins að fá að grípa inn í. Sko, Bobby Firmino, þegar hann skorar ekki, þá er hann virkilega góður framherji. Þessi Firmino, sem við sáum á laugardaginn, er bara besti framherji í heimi. Ég fer ekkert ofan af því."

Þessi ummæli Magga vöktu athygli og spratt um ansi skemmtilegur þráður á Twitter. Styrmir Sigurðsson er á því að Robert Lewandowski sé talsvert betri framherji ef marka má orð hans.

„Jújú Bobby Firmino betri en Lewandowski, jarðtengingu takk!" skrifaði Styrmir meðal annars. Einhverjir hafa svarað Styrmi og hægt er að skoða umræðuna sem myndaðist með því að smella á færsluna hér að neðan.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.


Enski boltinn - Kampakátir Liverpool menn á toppnum
Athugasemdir
banner
banner