Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli vann áfrýjunina - Fær stigið til baka og leik við Juve
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Napoli vann áfrýjun sína eftir að liðinu var dæmt tap gegn Juventus á upphafi ítalska Serie A tímabilsins.

Tveir leikmenn í hópi Napoli voru greindir með Covid-smit og báðu heilbrigðisyfirvöld í Napolí liðið um að ferðast ekki í útileikinn gegn Juventus til að forðast frekari smithættu.

Napoli varð við þeirri beiðni þó að í reglugerð Serie A segði að félög þyrftu að gera allt í sínu valdi til að mæta til leiks ef 13 eða fleiri leikmenn væru leikhæfir.

Stjórn Serie A taldi Napoli ekki hafa gert allt í sínu valdi til að gæta að sóttvörnum og ákvað því að dæma Juve 3-0 sigur og draga eitt stig af Napoli í refsiskyni.

Napoli fékk tveimur áfrýjunum synjað en sú þriðja, til CONI, bar árangur.

Napoli fær því að spila útileikinn við Juve og fer upp í 24 stig í deildinni. Þar eru Napoli og Juve jöfn á stigum.
Athugasemdir
banner
banner
banner