Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 14:23
Magnús Már Einarsson
Guðni ræddi við Frey, Heimi og Rúnar
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist hafa rætt við Frey Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfara landsliðsins, Heimi Guðjónsson þjálfara Vals og Rúnar Kristinsson þjálfara KR á meðan leit stóð yfir af nýjum landsliðsþjálfara.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í dag en Guðni segist hafa talað við fleiri aðila.

„Ég ræddi við Frey og við áttum góða fundi saman. Ég talaði líka við Rúnar Kristinsson og við áttum góð spjöll og fínan fund. Líka Heimir Guðjónsson. Við ræddum stöðu landslðisins, fótboltann og þeirra sýn á hlutina. Á endanum varð þetta niðurstaðan," sagði Guðni á fréttamannafundi í dag.

„Það voru líka erlendir kandídar sem ég rætti við fyrir utan Lars. Það voru þrír aðrir sem ég ræddi við og fleiri voru skoðaðir en ég vil halda trúnað gagnvart þeim."

„FÉg vil ekki koma með þeirra nöfn inn í þetta. Ég þarf fyrst að fá leyfi til þess. Þetta voru fundir sem fóru fram með trúnaði."

Athugasemdir
banner
banner
banner