Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. mars 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Gekk af velli í Bólivíu út af kynþáttaníð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski sóknarmanninum Serginho var misboðið er hann spilaði leik í úrvalsdeildinni í Bólivíu nýverið. Serginho gekk af velli eftir að hann hafði orðið fyrir kynþáttaníð.

Þessi 34 ára gamli sóknarmaður segir að það verði að binda endi á kynþáttafordóma í landinu.

Hann ákvað að ganga af velli þar sem fjölskylda hans var á vellinum.

„Alltaf þegar ég fékk boltann þá var gargað á mig: Api! Górilla!" sagði Serginho. „Það verður að setja fordæmi í eitt skipti fyrir öll."

Wilstermann, félagið sem Serginho spilar fyrir, hefur lagt fram kvörtun vegna málsins. Blooming, mótherjinn í leiknum, fordæmir hegðun stuðningsmanna, en heldur því jafnframt fram að Serginho hafi ögrað stuðningsmönnum liðsins.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Serginho gekk af velli.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner