Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. mars 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lukaku getur spilað með Belgum þrátt fyrir hópsmitið hjá Inter
Lukaku verður með Belgum.
Lukaku verður með Belgum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku verður með belgíska landsliðinu í komandi leikjum, þrátt fyrir Covid-19 hópsmit hjá Inter.

Leik Inter gegn Sassuolo sem átti að vera á laugardaginn var frestað eftir að fjórir leikmenn, þar á meðal markvörðurinn Samir Handanovic, greindust með veiruna.

Ítalska félagið hafði gefið það út að leikmenn liðsins myndu ekki fá að mæta í landsliðsverkefni vegna ástandsins.

Lukaku fór hinsvegar í skimun og eftir neikvæða niðurstöðu var honum leyft að fara í landsliðsverkefnið.

Belgar hefja undankeppni HM með því að leika gegn Wales á miðvikudaginn. Þeir munu svo mæta Tékklandi í Prag á laugardaginn og Hvíta-Rússlandi á heimavelli á þriðjudaginn.

Belgar verða án miðjumannana Eden Hazard og Axel Witsel sem eru meiddir.
Athugasemdir
banner