Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ setur af stað verkefnið: Litblinda í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vissir þú að einn af hverjum tólf körlum og ein af hverjum 200 konum er litblind? Tölfræðilega séð er því líklegt að einn leikmaður í hverju byrjunarliði meistaraflokks karla sé litblindur.

KSÍ hefur sett af stað verkefnið Litblinda í fótbolta. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á stöðu litblindra þátttakenda í fótbolta (leikmanna, þjálfara, dómara, stuðningsmanna og annarra) og því hvaða áhrif það getur haft ef ekki er tekið tillit til þeirra í starfinu og skipulagningu þess - á æfingum og í leikjum. Hér er átt við liti á t.d. keilum og vestum, keppnisbúningum og öðru.

Markmiðið er að öll knattspyrnuhreyfingin og aðilar sem henni tengjast verði meðvituð um verkefnið í árslok 2020.

Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar á vef KSÍ hérna.
Athugasemdir
banner
banner