Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Engir leikir í Bilbao í sumar - Mikil óánægja hjá borginni
Fyrir utan San Mames í Bilbao.
Fyrir utan San Mames í Bilbao.
Mynd: EPA
Það er ljóst að spænska borgin Bilbao fær ekki að halda leiki á Evrópumótinu í sumar.

Leikir Spánar í E-riðli áttu að fara fram á San Mames, heimavelli Athletic Bilbao. Spænska landsliðið átti að mæta Póllandi, Slóvakíu og Svíþjóð þar. Einnig átti leikur í 16-liða úrslitunum að vera spilaður þar.

EM í sumar á að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu í sumar en það er gríðarlega erfitt að skipuleggja það allt saman vegna kórónuveirufaraldursins.

Stefnan er áfram að spila víðs vegar í Evrópu en Bilbao verður ekki ein af borgunum sem spilað verður í.

Borgin Bilbao segist hafa fengið bréf frá UEFA um að það verði ekki spilað í borginni í sumar.

Það eru strangar reglur í gildi í Bilbao og er ekki séð fram á það að áhorfendur komist á völlinn þar í sumar. Spænska knattspyrnusambandið sagði í síðustu viku að það yrði hægt að spila á La Cartuja vellinum í Seville í staðinn fyrir San Mames.

Það ríkir ekki mikil ánægja í Bilbao með þessa ákvörðun UEFA og ætlar borgin að sækjast eftir skaðabótum. Það segir í yfirlýsingu frá borginni að UEFA hafi ekki gefið neinar ástæður fyrir ákvörðunni og þetta sé ekki sanngjarnt eftir sex ára vinnu. Samningur hafi verið svikinn.

Níu af 12 borgunum þar sem leikir verða haldnir í sumar hafa lofað því að leyfa áhorfendur í sumar. Þau lofa að fylla 25 prósent af völlunum með stuðningsmönnum.

Það er enn spurningamerki með leikvanga í Dublin (Írland) og Münich (Þýskaland).

Borgirnar 12 eru: Amsterdam, Bakú, Bilbao, Búkarest, Búdapest, Kaupmannahöfn, Dublin, Glasgow, London, Münich, Róm, Sankti Pétursborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner