Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. apríl 2021 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV fær bandarískan varnarmann - Kristjana áfram (Staðfest)
Annie Williams.
Annie Williams.
Mynd: ÍBV
ÍBV hefur styrkt sig fyrir átökin í Pepsi Max-deild kvenna í sumar því Annie Williams hefur samið við félagið.

Annie er fædd 1997, uppalin í Bandaríkjunum og lék með háskólaliði South Dakota.

Annie er réttfættur varnarmaður en hún lék síðast á samningi í Kosta Ríka árið 2020 með Deportivo Saprissa. Annie var í liðinu þegar ÍBV lék æfingaleik við ÍA í gær og átti flottan leik í 4-1 sigri.

Aðeins ellefu dagar eru í fyrsta leik ÍBV í Pepsi Max-deildinni sem fer fram þann 4. maí á Hásteinsvelli þegar Þór/KA kemur í heimsókn. ÍBV og Þór/KA hafa mæst 10 sinnum á Hásteinsvelli, en ÍBV hefur unnið fimm, Þór/KA tvo og þremur lauk með jafntefli.

Þá verður Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz áfram hjá ÍBV í sumar. Hún kemur á láni frá Breiðablik en hún á að baki 15 unglingalandsleiki og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hún spilaði 16 leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner