Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. maí 2021 14:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Jafntefli í íslendingaslag
Hallbera kvartaði í dómarann í dag.
Hallbera kvartaði í dómarann í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstads og AIK mættust í sjöttu umferð sænsku úrvalsdeildar kvenna í dag.

Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristandstads, Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK og bar fyrirliðabandið.

Kristianstads komst yfir eftir tuttugu mínútna leik en AIK jafnaði einungis þremur mínútum síðar. Hallbera fékk að líta gula spjaldið á 71. mínútu.

Kristianstads er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki. AIK situr í 9.sæti með sex stig eftir sex leiki. Kristianstads heimsækir Hammarby í næstu umferð og AIK fær Rosengard í heimsókn en Glódís Viggósdóttir er leikmaður Rosengard.
Athugasemdir
banner
banner
banner