Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 23. ágúst 2019 22:39
Mist Rúnarsdóttir
Aron Ýmir: Erfitt að stoppa þær í 90 mínútur
Aron Ýmir í leiknum í kvöld.
Aron Ýmir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stórt hrós til stelpnanna fyrir allan leikinn. Það var einbeitingarskortur í mörkunum en okkar tilfinning er sú að 4-0 segir ekki allt um gang leiksins. Stelpurnar lögðu gríðarlega mikið á sig og við æfðum vel. Við vissum mikið um Þróttarliðið en gæðin hjá þeim eru bara svo mikið að það var erfitt að stoppa þær í 90 mínútur,“ sagði Aron Ýmir Pétursson, annar þjálfari ÍA, eftir 4-0 tap gegn toppliði Þróttar í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Skagaliðið gerði virkilega vel í fyrri hálfleik en fékk á sig mark rétt fyrir leikhlé. Það hafði áhrif á hvernig síðari hálfleikur þróaðist.

„Auðvitað viljum við sækja þegar við lendum undir og við ætluðum að fá eitthvað út úr þessum leik en það opnast auðvitað eitthvað þegar við reynum að stíga framar á móti þessum gæðum og við lentum í brasi fyrstu 20 í seinni hálfleik. En eftir 3-0 markið þá fannst mér við recovera þokkalega og stórt hrós til stelpanna fyrir það.“

Botnpakki Inkasso-deildarinnar er afar þéttur og lið ÍA situr í 6. sæti með 16 stig, þremur stigum frá fallsæti. Aðspurður um það hvernig ÍA ætlaði að tryggja áframhaldandi veru í deildinni svaraði Aron Ýmir einfaldlega:

„Með því að vinna Augnablik. Það er næsta verkefni og við ætlum að fara í Kópavoginn og vinna þær. Sjá svo hverju það skilar okkur.“

„Við eigum þrjá leiki eftir. Eigum svo Aftureldingu og Tindastól og miðað við vinnuframlagið og hvernig þetta spilaðist í dag þá finnst mér við eiga að taka einhver stig úr öllum þessum leikjum.“


Hægt er að horfa á allt viðtalið við Aron Ými í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner