Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 23. ágúst 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar og Kaj Leo valdir í færeyska landsliðshópinn
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í færeyska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni HM í september.

Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, kantmaður Vals, eru í 25 manna landsliðshópnum. Magnus Egilsson, bakvörður Vals, er ekki í hópnum að þessu sinni.

Gunnar er 34 ára gamall markvörður sem hefur spilað hér á Íslandi frá 2015; fyrst með Stjörnunni og svo með FH.

Kaj Leo er þrítugur kantmaður sem hefur leikið með Val frá 2019. Þar áður spilaði hann fyrir ÍBV og FH.

Færeyjar eru að fara að spila við Moldóvu, Danmörku og Ísrael í undankeppni HM.

Landsliðshópur Íslands fyrir leiki í september verður tilkynntur á miðvikudag.
Athugasemdir
banner