Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 23. ágúst 2021 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Selfoss skoraði sex í Suðurlandsslagnum
Magdalena Anna Reimus skoraði tvö mörk á tíu mínútna kafla fyrir Selfoss
Magdalena Anna Reimus skoraði tvö mörk á tíu mínútna kafla fyrir Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss og Þróttur eru í hörkubaráttu um 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna en bæði lið unnu góða sigra í kvöld. Selfoss vann ÍBV 6-2 í slagnum um Suðurlandið á meðan Þróttur lagði Þór/KA, 1-0.

Dani Rhodes skoraði eina mark Þróttara í 1-0 sigrinum á Þór/KA en markið kom á 76. mínútu. Hún komst ein gegn marki og kláraði færið örugglega.

Þróttarar eru í 3. sæti deildarinnar með 25 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Selfyssingar ætla að næla sér í þriðja sæti deildarinnar og sást það á sigri kvöldsins en liðið vann ÍBV 6-2 í Suðurlandsslagnum. Liðið var þremur mörkum yfir í hálfleik áður en Caity Heap gerði fjórða markið þegar hálftími var eftir.

Þóra Björg Stefánsdóttir náði inn marki fyrir ÍBV úr víti á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar gerði Viktorija Zaicikova annað mark Selfyssinga.

Það var ekki byrjunin á endurkomu þó því Magdalena Anna Reimus gerði tvö mörk fyrir Selfoss á tíu mínútum og 6-2 sigur liðsins raunin.

Selfoss er í fjórða sæti með 25 stig, jafnmörg og Þróttur, en með slakari markatölu. Selfoss hefur þá spilað sextán leiki en Þróttur aðeins fimmtán.

Þór/KA er í 6. sæti með 18 stig og ÍBV í 7. sæti með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Þróttur R. 1 - 0 Þór/KA
1-0 Dani Rhodes ('76 )
Lestu um leikinn

Selfoss 6 - 2 ÍBV
1-0 Kristrún Rut Antonsdóttir ('8 )
2-0 Brenna Lovera ('20 )
3-0 Þóra Jónsdóttir ('40 )
4-0 Caity Heap ('61 )
4-1 Þóra Björg Stefánsdóttir ('64 , víti)
4-2 Viktorija Zaicikova ('68 )
5-2 Magdalena Anna Reimus ('80 )
6-2 Magdalena Anna Reimus ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner