Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 06:00
Auglýsingar
Íslenski knattspyrnuskólinn í Reykjaneshöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almennt knattspyrnunámskeið á vegum Íslenska knattspyrnuskólans verður haldið í Reykjaneshöll dagana 29. – 31.mars.

Námskeiðið sem er að sjálfsögðu fyrir bæði stúlkur og drengi er annars vegar fyrir iðkendur 9 – 11.ára þ.e 6.flokkur og yngra ár í 5.flokki og iðkendur 12 – 14 ára þ.e eldra ár í 5.flokki og 4.flokkur.

Farið verður yfir helstu grunnþætti knattspyrnunnar s.s sóknarleik, varnarleik, markskot, gabbhreyfingar, móttaka, sendingar ofl.

Úrvalslið þjálfara verður á námskeiðinu

Skráning á netfangið [email protected] fyrir 26.mars

Látið koma fram, nafn, fæðingaár og félag iðkanda.
Nafn, gsm og netfang foreldris/forráðamanns.

Eftir að iðkandi hefur verið skráður verða sendar út upplýsingar um greiðslu

Æfingatímar
Mánud – miðvd 9 – 11 ára 09.00 – 10.20
Mánud – miðvd 12 – 14 ára 10.40 – 12.00

Íslenski knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur í 6 ár og farið með íslenska iðkendur til San Pedro, Pinatar á Spáni kringum verslunarmannahelgi. Skólinn hefur gengið mjög vel og var því ákveðið að bæta við þjónustu skólans og bjóða uppá þetta námskeið.

Verð á hvern iðkanda er kr. 5.000-
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner