Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. apríl 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þarf Mourinho að taka við landsliði? - „Ekki nóg að vera á toppnum"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham á mánudag eftir um eitt og hálft ár í starfi. Áður hafði hann verið rekinn frá Manchester United og Chelsea. Hann hefur einnig stýrt Porto, Real Madrid og Inter á sínum stjóraferli.

Vangaveltur eru um hvað Portúgalinn ætli sér að gera næst en margir telja að hans tími sé liðinn sem stjóri eins af stærstu félaga Evrópu. Hann skildi í þokkalega góðu frá Inter þegar Real Madrid kom kallandi og því er það talið stærsta félagið sem hann á upp á pallborðið hjá.

Síðustu vikuna hefur Móri verið orðaður við Roma, Valencia og Celtic.

„Myndi einhver taka hann núna," veltir Teddy Sheringham, goðsögn hjá Tottenham, fyrir sér.

„Kannski horfir Portúgal til leikstíls hans, hann er mjög taktískur og meðvitaður stjóri. Ég held að hann hafi talað um starfið hjá Portúgal þegar líða myndi á ferilinn. Ég veit ekki hvort hann sé kominn þangað núna."

„Þetta var spennandi hjá Tottenham þegar liðið var á toppi deildarinnar en mörgum stuðningsmönnum líkaði ekki við leikstílinn. Það var ekki nóg að vera á toppnum. Þeim var ekki nægilega skemmt með því að ná góðum úrslitum,"
sagði Sheringham.

Tottenham mætir Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á morgun.
Athugasemdir
banner
banner