Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert óvænt - Úlfarnir að ráða Portúgala
Bruno Lage.
Bruno Lage.
Mynd: EPA
Það er mikil tenging á milli enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves og Portúgals.

Stór hluti leikmannahópsins kemur frá Portúgal og þjálfari síðustu ára, Nuno Espirito Santo, kemur frá Portúgal.

Nuno stýrði Wolves í síðasta sinn í gær en hann ákvað að segja starfi sínu lausu eftir að hafa gert frábæra hluti fyrir félagið undanfarin fimm ár.

Wolves er við það að ráða nýjan stjóra en það er ekki neitt óvænt við það hvaðan sá þjálfari kemur; frá Portúgal!

Sá heitir Bruno Lage, er 45 ára gamall og fyrrum þjálfari Benfica. Hann hefur áður starfað á Englandi, sem aðstoðarstjóri Sheffield Wednesday og Swansea.

Fabrizio Romano, sem er mjög áreiðanlegur fjölmiðlmaður, segir að viðræður hafi byrjað í síðustu viku og samkomulag sé væntanlegt.

Úlfarnir höfnuðu í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner