Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Missir Mendy af úrslitaleik Meistaradeildarinnar?
Mynd: Chelsea
Senegalski markvörðurinn Edouard Mendy fór meiddur af velli í 2-1 tapi Chelsea gegn Aston Villa um helgina.

Tapið hefði getað verið ansi dýrkeypt en lærisveinar Thomas Tuchel voru heppnir að Leicester tapaði heimaleik sínum á sama tíma og þannig hélt Chelsea sæti sínu í Meistaradeildinni.

Þetta gætu verið afar slæmar fréttir fyrir Chelsea sem var í miklum markmannsvandræðum áður en Mendy var keyptur síðasta sumar.

Mendy hefur reynst frábær frá komu sinni en það eru aðeins nokkrir dagar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram næsta laugardag.

Óljóst er hvort Mendy verði orðinn klár í slaginn en hann er aumur í rifbeinunum eftir óþægilegt fall.

„Við munum gera allt sem við getum til að koma honum í stand fyrir úrslitaleikinn. Vonandi tekst það," sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner