Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júní 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Stærri hópar á HM
Mynd: Getty Images
FIFA hefur samþykkt 26 manna leikmannahópa fyrir HM í Katar.

Breytingin er í takt við breytingar í öðrum landsliðakeppnum en fyrir Covid heimsfaraldurinn voru leikmannahópar skipaðir 23 mönnum.

Þá eru 15 varamenn leyfðir sem þýðir að enginn leikmaður þarf að vera utan hóps á leikdegi.

Þau 32 lið sem keppa á HM þurfa í síðasta lagi að opinbera leikmannahópa sína 20. október, 30 dögum áður en Senegal og Holland leika opnunarleik mótsins á Al Thumama leikvanginum í Katar.

A-riðill:
Katar
Holland
Senegal
Ekvador

B-riðill:
England
Bandaríkin
Íran
Wales

C-riðill:
Argentína
Mexíkó
Pólland
Sádi-Arabía

D-riðill:
Frakkland
Danmörk
Túnis
Ástralía

E-riðill:
Spánn
Þýskaland
Japan
Kosta Ríka

F-riðill:
Belgía
Króatía
Marokkó
Kanada

G-riðill:
Brasilía
Sviss
Serbía
Kamerún

H-riðill:
Portúgal
Úrúgvæ
Suður-Kórea
Gana
Athugasemdir
banner
banner