Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 10:40
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ingi: Sá ökklann bara undir mér
Arnþór Ingi Kristinsson.
Arnþór Ingi Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings, var borinn af velli í 4-0 sigri liðsins á Keflavík í gær.

Meiðslin litu illa út en myndatökur hafa sýnt að Arnþór brotnaði þó ekki eins og óttast var í fyrstu.

„Ég fór í tæklingu en festi takkana í skraufþurru grasinu þannig að líkaminn fer áfram og rúllar yfir ökklann. Ég sá ökklann bara undir mér, sem var viðbjóðslegt," sagði Arnþór við Fótbolta.net í dag.

„Ég fór beint í röntgen í Keflavík og það sýndi að ekkert er brotið svo ég þarf að hitta bæklunarlækni hér í bænum."

„Það er erfitt að segja hvað þetta verður langur tími, fer eftir því hvort þetta er bara tognun eða hvort ég hafi slitið eitthvað. Vonandi fer þetta á besta veg."


Arnþór hefur verið í lykilhlutverki hjá Víkingi í sumar en liðið gulltryggð sæti sitt í Pepsi-deildinni með sigrinum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner