Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. september 2018 20:09
Ingólfur Páll Ingólfsson
Modric og Marta kjörinn bestu leikmenn ársins
Luka Modric tók titilinn í ár á undan þeim Ronaldo og Salah.
Luka Modric tók titilinn í ár á undan þeim Ronaldo og Salah.
Mynd: Getty Images
Marta er besti kvenkyns leikmaður ársins.
Marta er besti kvenkyns leikmaður ársins.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var tilkynnt um bestu leikmenn ársins í karla og kvennaboltanum en Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah og Luka Modric börðust um titilinn hjá körlunum og þær Ada Hegeberg, Dzsenifer Marozsán ásamt Marta börðust um titilinn í kvennaboltanum.

Cristiano Ronaldo hefur verið magnaður síðustu ár og sýnt mikinn stöðugleika og þá var Mohamed Salah ótrúlegur á þessu tímabili með Liverpool.

Luka Modric var hinsvegar sá sem stóð uppi sem sigurvegari í ár en hann er vel að titilinum kominn. Modric var lykilmaður í liði Real Madrid sem sigraði Meistaradeild Evrópu enn eitt árið. Þá var hann leiðtogi í liði Króatíu sem komst alla leið í úrslit heimsmeistaramótsins í ár.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2007 sem einhver annar en Ronaldo eða Messi hljóta þessa verðlaun en sá síðasti sem gerði slíkt var brasilíumaðurinn Kaka.

Marta valin besti leikmaður ársins

Í kvennaboltanum voru tveir leikmenn Lyon tilvaldar ásamt Mörtu sem spilar í Bandaríkjunum. Ada Hegeberg spilar sem framherji með Lyon í Frakklandi og þá var liðsfélagi hennar hjá Lyon, Dzsenifer Marozsán einnig í baráttunni en þær áttu báðar frábært tímabil.

Það var hinsvegar Marta sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni en hún spilar með Orlando Pride í úrvalsdeildinni í Bandaríkjunum þessa stundina. Marta á metið yfir flest mörk skoruð í kvennaboltanum í mótum á vegum FIFA. Marta hefur verið frábær leikmaður í mörg ár og er vel að titlinum kominn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner