Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Tottenham og Klaksvík einum sigri frá riðlakeppni
Kane og Son voru á skotskónum.
Kane og Son voru á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Alfons Sampsted spilaði 83 mínútur fyrir Bodö/Glimt þegar liðið tapaði naumlega fyrir ítalska stórliðinu AC Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld

Leikurinn fór fram í Mílanó en Bodö/Glimt tók forystuna eftir 15 mínútna leik. AC Milan svaraði því strax og leiddi 2-1 í hálfleik. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Milan. Hakan Calhanoglu var drjúgur og skoraði tvennu.

Það fóru þrjú Íslendingalið áfram í kvöld. FC Kaupmannahöfn vann 3-0 sigur á Piast Gliwice frá Póllandi og Malmö burstaði Lokomotiva Zagreb 5-0. Ragnar Sigurðsson spilaði 68 mínútur fyrir FCK en Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður hjá Malmö. Þá vann Rosenborg 1-0 sigur gegn Alanyaspor frá Tyrklandi. Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörn Rosenborg.

Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE sem tapaði 3-0 gegn Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Erik Lamela, Son og Harry Kane skoruðu mörk Tottenham í 3-1 sigri á Skendija 79 á Norður-Makedóníu, en það voru nokkur athyglisverð úrslit í kvöld. Athyglisverðustu úrslit voru í Færeyjum þar sem KÍ Klaksvík vann 6-1 sigur á Dinamo Tibilsi frá Georgíu.

Klaksvík er núna einum leik frá því að komast áfram í Evrópudeildinni, eins og Malmö, FCK, AC Milan, Tottenham og fleiri félög.


Athugasemdir
banner
banner
banner