Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 24. desember 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik mun áfram stýra Þrótti
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain verður áfram þjálfari kvennaliðs Þróttar í Reykjavík en hann er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.

Nik er Englendingur sem spilaði hér á landi með hléum frá 2007. Hann spilaði með Álftanesi, ÍH, Hugin, Dalvík/Reyni, Fjarðabyggð, Aftureldingu og SR.

Hann hefur þjálfað hjá Þrótti frá 2016 með góðum árangri. Hann kom liðinu upp í Pepsi Max-deildina fyrir síðasta tímabil. Allir sérfræðingar spáðu liðinu falli, en annað kom á daginn. Þróttur endaði að lokum í fimmta sæti sem er besti árangur í sögu félagsins.

Nik er menntaður í íþróttafræðum frá Auburn háskólanum í Montgomery Alabama í Bandaríkjunum og hann er við það að ljúka UEFA-A þjálfaragráðu.

Nik hefur haldið utan um kvennafótboltann Í Þrótti undanfarin ár og er í fullu starfi sem þjálfari mfl. kvenna, 2. fl. og að auki yfirþjálfari yngri flokka stúlkna. Hann sinnir öllum þessum störfum áfram.

Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, segir: „Nik hefur verið sannkallaður hvalreki fyrir kvennaflokka Þróttar og náð mjög góðum árangri þau ár sem hann hefur verið hér. Við lögðum mikla áherslu á að halda honum áfram og það er góð jólagjöf fyrir félagið að innsigla fjögurra ára samning við hann.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner