Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 24. desember 2020 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel rekinn frá PSG
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: Getty Images
Þetta verða líklega ekki gleðileg jól fyrir Þjóðverjann Thomas Tuchel því það er búið að ákveða að reka hann frá Paris Saint-Germain.

Ákvörðunin er tekin nokkrum klukkutímum eftir að PSG skoraði fjögur mörk í sigri á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. PSG er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Lille.

Tuchel er 47 ára gamall og fyrrum stjóri Dortmund og Mainz. Hann tók við PSG 2018.

Hann kom franska stórliðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tap var niðurstaðan gegn Bayern München í úrslitaleiknum í Portúgal.

Þessar fréttir koma mjög á óvart en samkvæmt Christian Falk, blaðamanni Bild, þá horfir Tuchel til Englands á bæði Arsenal og Manchester United.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, þykir líklegur arftaki Tuchel.


Athugasemdir
banner
banner
banner