Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. maí 2021 10:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum er að ganga í raðir Barcelona
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum er að ganga í raðir spænska stórliðsins Barcelona.

Wijnaldum spilaði sinn síðasta leik fyrir Liverpool síðasta sunnudag þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Crystal Palace og tryggði sér Meistaradeildarsæti.

Wijnaldum sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði viljað spila í fleiri ár fyrir Liverpool en samningaviðræður gengu ekki upp. Hann varð Englandsmeistari og sigurvegari í Meistaradeildinni á þeim tíma sem hann spilaði fyrir Liverpool.

Hinn þrítugi Wijnaldum er að semja við Barcelona. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að Wijnaldum sé að skrifa undir samning til 2024.

Bayern München hafði einnig áhuga á Wijnaldum en augu hans hafa alltaf verið á Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner