Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. maí 2021 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum: Ég hefði viljað spila í fleiri ár fyrir félagið
Wijnaldum segir bless.
Wijnaldum segir bless.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum lék í dag síðasta leik sinn fyrir Liverpool.

Liverpool tryggði sér Meistaradeildarsæti með sætum 2-0 sigri á Crystal Palace.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi ekki útiloka það fyrir leikinn í dag að Wijnaldum myndi vera áfram hjá félaginu. Eftir leikinn í dag var það hins vegar gert nokkuð augljóst að Hollendingurinn er á förum.

Hann fékk heiðursvörð eftir leikinn en samningur Wijnaldum er að renna út. Hann hefur verið orðaður við Barcelona.

„Ég er að reyna að halda aftur að tárunum. Fólkið í Liverpool hefur sýnt mér mikla ást þessi fimm ár. Ég mun sakna þeirra. Ég hefði viljað spila í fleiri ár fyrir félagið en hlutirnir fóru öðruvísi, því miður. Núna er það nýtt ævintýri," sagði Wijnaldum eftir leikinn.

„Vanalega þá viltu enda á því að vinna eitthvað. Því miður er það ekki hægt en ég er ánægður að fara á þessum nótum."

„Ég er ekki búinn að semja annars staðar og ég er leikmaður Liverpool til 1. júlí. Við sjáum hvað gerist á næstu vikum... stuðningsmennirnir eiga skilið að fá að vita söguna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner