Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forest kaupir Awoniyi á metfé (Staðfest)
Mynd: EPA

Taiwo Awoniyi hefur skrifað undir fimm ára samning við Nottingham Forest en hann gengur til liðs við félagið frá þýska liðinu Union Berlin. Forest er talið borga 17 milljónir punda fyrir leikmanninn.


Awoniyi skoraði 20 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð en hann er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Forest sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þessi 24 ára gamli framherji er uppalinn hjá Liverpool en er sennilega loksins að láta drauminn rætast að spila í úrvalsdeildinni.

„Það hefur alltaf verið draumur að spila í úrvalsdeildinni. Eftir að hafa rætt við Steve Cooper [stjóra Forest] og fundið að við værum með sama metnað var ljóst að þetta var félag sem ég vildi vera hluti af," sagði Awoniyi.

Awoniyi er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Forest en Dean Henderson er við það að ganga til liðs við félagið frá Manchester United á láni.


Athugasemdir
banner
banner