Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. ágúst 2021 08:48
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópur Íslands opinberaður í dag - Enginn Gylfi og óvissa með Aron
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er að fara að mæta Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Leikirnir verða 2., 5. og 8. september. Ísland er með þrjú stig í riðli sínum og mikilvægir leikir framundan.

Klukkan 13:15 verður fréttamannafundur hjá KSÍ þar sem landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson opinberar hópinn fyrir leikina mikilvægu en Ísland þar á stigum að halda.

Fundurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með en hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu Everton.

Alfreð Finnbogason er með skaddað liðband í ökkla og verður ekki með og þá eru varnarmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason ekki komnir af stað eftir sín meiðsli.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindist með Covid-19 og er ekki vitað hver staðan er með hann. Sama á við um Rúnar Alex Rúnarsson, markvörð Arsenal, sem einnig smitaðist af veirunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner