Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steven Lennon frá út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon meiddist á ökkla gegn Keflavík á laugardag og er ekki með FH í leik liðsins gegn Keflavík í kvöld.

Í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport kom fram að Lennon verði ekki meira með á tímabilinu. Leikur FH og Keflavíkur er hafinn og má fylgjast með textalýsingu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Keflavík

„Steven Lennon er meiddur og mun ekki spila meira á þessari leiktíð," sagði Guðmundur Benediktsson.

„Það er rétt það eru stærstu fréttirnar (fyrir leik) og mesta áfallið fyrir FH. Hann meiddist í Keflavík og gengur um göturnar í gifsi eða spelku," sagði Atli Viðar Björnsson.

Lennon hefur skorað níu mörk fyrir FH í sautján leikjum í deildinni. Hann skrifaði undir nýjan samning við FH fyrr í sumar.

Uppfært 21:25 - Ólafur Jóhannesson sagði í viðtali eftir leikinn gegn Keflavík að mögulega gæti Lennon komið meira við sögu áður en tímabilinu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner