Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 25. ágúst 2021 20:58
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Ætlum að leyfa toppliðunum að hafa áhyggjur af okkur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markalaust jafntefli varð niðurstaðan þegar FH og Keflavík áttust við í Kaplakrika í kvöld. Sömu lið léku í Keflavík síðasta laugardag en þá unnu FH-ingar 5-0 sigur.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var beðinn um að bera leikina tvo saman.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Keflavík

„Fyrri hálfleikurinn var ekki ósvipaður nema að við skoruðum ekki. Annars fannst mér þessi leikur frekar lokaður. Leikurinn bar þess líka merki að þeir voru að verja stigið sem þeir höfðu," sagði Ólafur.

Sagt var á Stöð 2 Sport í kvöld að Steven Lennon yrði frá út tímabilið en Ólafur segir mögulegt að hann geti tekið þátt meira.

„Lennon er góður leikmaður en það er ekki víst að hann verði frá út tímabilið. Ég bind vonir við að hann spili meira."

FH siglir lygnan sjó í deildinni. Hver er gulrótin út tímabilið fyrir Fimleikafélagið?

„Við eigum eftir að spila við þessi lið sem eru í toppbaráttu. Við ætlum að sýna að við eigum möguleika á móti þeim. Við gætum haft einhver áhrif á úrslitin svo það eru tvímælalaust spennandi leikir framundan. Við ætlum að leyfa liðum að hafa áhyggjur af okkur. Við gerum kannski líka eitthvað óvænt í þessum leikjum, það veit enginn hvað við gerum."


Athugasemdir