Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. september 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
IRN-BRU bikarinn - Ein áhugaverðasta keppni Evrópu
Stórlið Inverness Caledonian Thistle sigraði IRN- BRU keppnina í fyrra.
Stórlið Inverness Caledonian Thistle sigraði IRN- BRU keppnina í fyrra.
Mynd: Getty Images
Það eru líklega ekki margir sem hafa heyrt um IRN-BRU bikarinn en keppnin er ein af áhugaverðari bikarkeppnum í heiminum.

Keppnin verðu líklega seint þekkt fyrir fótbolta á heimsmælikvarða en það sem gerir hana svo áhugaverða er einmitt sú að neðri deildarfélög frá löndum innan Bretlandseyja sameinast í þessari bikarkeppni.

Þátttökulönd í bikarnum eru Skotland, Wales, Norður-Írland, Írland og England. Þá eru félögin sem fá þátttöku í keppninni ekki þau þekktustu en á meðal liða eru Sutton United, Queens Park og Partick Thistle.

Keppnin er í umsjá skoska knattspyrnusambandsins sem vildi hrista aðeins upp í hlutunum fyrir lið í neðri deildum landsins. Lið í neðri deildum Skotlands fá að taka þátt en auk þess eru tólf U-20 lið frá skosku úrvalsdeildinni, tvö gestalið frá úrvalsdeildinni í Norður-Írlandi, tvö frá Wales, tvö frá Vanarama deildinni á Englandi og loks tvö úr írsku úrvalsdeildinni.

Hugmyndin er hressandi og væri mögulega gaman að sjá svipaðan bikar fyrir lið á norðurlöndunum. Þessa stundina þarf þó að láta Irn-BRU bikarinn duga en hér má læra meira um þessa áhugaverðu keppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner