Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. september 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
La Liga og spænska knattspyrnusambandið í stríði
Luis Manuel Rubiales.
Luis Manuel Rubiales.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
La Liga og spænska knattspyrnusambandið eru í orðastríði í fjölmiðlum enda hafa nokkur ágreiningsmál komið upp á tímabilinu.

Leikmannasamtökin á Spáni taka einnig virkan þátt í stríðinu en lausn virðist vera úr sjónmáli sem stendur.

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, er ósáttur með leiktímana í spænska boltanum. Leikið er á mismunandi tímum yfir allan daginn svo La Liga nái að hala meiri pening inn fyrir sjónvarpsréttindi.

Það fengu margir áhorfendur sólsting á leik Levante gegn Sevilla á sunnudaginn, en leikið var í hádeginu sem er heitasti tími dagsins á Spáni. Fólk þar, sem og í öðrum löndum við Miðjarðarhafið, fer yfirleitt í pásur í hádeginu vegna hitans.

„Ef La Liga heldur áfram að láta spila leiki á fáránlegum tímum þá munum við taka aftur stjórn á deildinni frá og með næsta tímabili," skrifaði Rubiales á Twitter.

„Þetta er fáránlegt því þegar það er meira en 30 stiga hiti þá er varla hægt að spila fótbolta. Tylftir manna fengu sólsting og það er óásættanlegt. Við hjá spænska knattspyrnusambandinu höfum fengið nóg."

Javier Tebas, forseti La Liga, svaraði Rubiales af fullum hálsi og skaut á spænska knattspyrnusambandið í leiðinni.

„Kæri Rubiales, í dag var 32 stiga hiti í Aragon kappakstrinum og það barst engin kvörtun frá 114 þúsund áhorfendum sem voru viðstaddir," sagði Tebas.

„Í ágúst fór barnamót Evergrande og spænska knattspyrnusambandsins fram í Las Rozas. Þar var 36 stiga hiti.

„Knattspyrnusambandið getur ekki tekið við stjórn á deildinni, þú mátt ekki taka það sem er ekki þitt."


Tebas hélt áfram að skjóta á knattspyrnusambandið. „Ég veit að sambandið á í erfiðleikum með að finna styrktaraðila. Sambandið hefur hringt í allan heiminn í leit að styrktaraðilum, nema kannski Frans páfa."

La Liga hefur einnig fengið harða gagnrýni frá leikmannasamtökunum fyrir að reyna að færa deildarleik Barcelona gegn Girona til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner