Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2020 12:19
Elvar Geir Magnússon
Segir að Pique gæti verið frá í fjóra til fimm mánuði
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsmyndavél tók upp spjall milli Ronald Koeman, stjóra Barcelona, og Mircea Lucescu, stjóra Dynamo Kiev, fyrir Meistaradeildarleikinn í Kænugarði í gær.

Barcelona vann leikinn 4-0. Varnarmaðurinn Gerard Pique var ekki með en hann meiddist í tapi gegn Atletico Madrid um síðustu helgi.

Ekki hefur verið gefið út hversu lengi Pique verður frá en miðað við spjall Koeman og Lucescu verður hann mögulega frá fram í apríl.

„Við höfum verið óheppnir með meiðsli. Ansu Fati verður frá í þrjá mánuði, Pique gæti verið frá í fjóra eða fimm mánuði og Sergi Roberto verður frá í tvo mánuði," sagði Koeman.

Pique meiddist á hné og eru það vondar fréttir fyrir Barcelona sem fer brösuglega af stað á tímabilinu og er í þrettánda sæti í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner