Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 13:51
Magnús Már Einarsson
Stjarnan fær vinstri bakvörð (Staðfest) - Var nálægt Man Utd
Oscar Borg.
Oscar Borg.
Mynd: Getty Images
Stjarnan hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni en 23 ára Englendingur að nafni Oscar Borg hefur samið við félagið.

Jósef Kristinn Jósefsson lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og nú hefur Stjarnan bætt við leikmanni í hans stað.

„Oscar er kraftmikill vinstri bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum og kemur úr unglingastarfi West Ham United og lék með u18 ára liði þeirra," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

„Árið 2016 gerði hann atvinnumannasamning við Aston Villa og lék með U-23 ára liðinu þeirra. Meiðsli settu hins vegar strik í reikninginn og náði Oscar ekki að leika fyrir aðallið félagsins."

„Oscar lék síðast með Arenas í Baskalandi á Spáni í 3. efstu deild en hafði þar áður leikið með Braintree Town í neðri deildum Englands."

„Oscar þótti mikið gríðarlega efni á sínu á sínum yngri árum og var hann til að mynda ekki langt frá því að ganga til liðs við stórlið Manchester United. Stjarnan bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn."


Komnir
Arnar Darri Pétursson frá Fylki
Einar Karl Ingvarsson frá Val
Oscar Borg frá Spáni
Ólafur Karl Finsen frá FH

Farnir
Alex Þór Hauksson í Öster
Guðjón Baldvinsson í KR
Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðablik (Var á láni)
Jóhann Laxdal hættur
Jósef Kristinn Jósefsson hættur
Athugasemdir
banner
banner