Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2021 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Gíbraltar: Bjóst við meiru frá Haaland
Erling Haaland tókst ekki að skora gegn Gíbraltar
Erling Haaland tókst ekki að skora gegn Gíbraltar
Mynd: Getty Images
Norska framherjanum Erling Braut Haaland mistókst að skora gegn Gíbraltar í undankeppni HM í gær í öruggum 3-0 sigri norska landsliðsins en það kom varnarmanni Gíbraltar á óvart.

Haaland er einn besti framherji heims um þessar mundir og hefur verið síðasta árið en hann er með 33 mörk í 31 leik í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur þá lagt upp önnur átta.

Hann átti þó í vandræðum með að koma boltanum í netið gegn Gíbraltar sem er í 195. sæti á FIFA-listanum. Aymen Mouelhi, varnarmaður Gíbraltar, var ánægður með varnarleik liðsins en segir þó að frammistaða Haaland hafi komið honum á óvart.

„Mér fannst hann vera einn af hættulegustu mönnunum en ég bjóst við meiru frá honum í gær. Það héldu margir að hann myndi skora fjögur eða fimm mörk gegn svona litlu liði eins og Gíbraltar," sagði Mouelhi.

„Hann er toppleikmaður og þegar maður mætir þessum náungum þá þarf að undirbúa sig vel. Við vissum að hann elskar að komast í plássin, þannig við reyndum að loka á það því hann er svo snöggur og sterkur."

„Maður verður að einbeita sér að hraðanum ekki stærðinni á honum, því um leið og hann hleypur í svæðið þá skilur hann þig eftir. Það þarf stöðugt að tala við bakverðina og liðsfélagana,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner