Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 26. maí 2021 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte bálreiður og sagður ætla að hætta hjá Inter
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Ítalíumeistara Inter, mun hætta sem stjóri félagsins fyrir helgi. Conte er sagður brjálaður út í forseta félagsins, Steven Zhang, eftir að hafa komist að því að félagið þurfi að skerða launapakka félagsins um 20% og selja leikmenn fyrir tæplega 87 milljónir punda til að halda sér á floti fjárhagslega.

Conte er langt í frá sáttur við þessa stöðu og mun segja upp starfi sínu. Hann mun funda með yfirmönnum sínum og ræða uppsögn.

Conte tók við sem stjóri fyrir síðasta tímabil og í ár endaði hann níu ára sigurgöngu Juventus með því að tryggja Inter sinn fyrsta titil í áratug.

Það er La Gazzetta dello Sport sem greinir frá þessu. Conte var bálreiður þegar hann heyrði að það þyrfti að selja lykilmenn til að búa til fjármagn til að halda rekstrinum réttu megin við núllið.

Conte er sagður hafa búist við því að fá að eyða peningum í leikmenn í sumar og hafi ekki búist við því að þurfa að selja lykilmenn.

Strax hafa sprottið upp sögusagnir að Tottenham gæti horft í það að krækja í Conte ef hann er virkilega að hætta hjá Inter.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner