Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er ekki í stöðu sem hann vildi vera í"
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KA og Stjörnunnar.
Úr leik KA og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir voru ráðvilltir og vissu ekkert hvert þeir ættu að fara," sagði Benedikt Bóas Hinriksson um Stjörnuna í Innkastinu í gær.

Stjarnan hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deildinni og er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki. Stjarnan hafnaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra og fer í Evrópukeppni á þessu tímabili.

„Mín tillaga er sú að við verðum að afturkalla Evrópuleyfi Stjörnunnar fyrir tímabilið. Við þurfum þessi 'coefficient' stig gríðarlega. Við getum ekki verið að senda Stjörnuna svona, þetta er algjört bíó."

Stjarnan hefur aðeins skorað í einum af sex fótboltaleikjum sínum í sumar.

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, var í viðtali við Vísi eftir tapið gegn KA síðastliðið mánudagskvöld þar sem hann sagði: „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum."

„Hann sagði bara þarna: 'Við erum lélegir'," sagði Tómas Þór Þórðarson og bætti Elvar Geir Magnússon við: „'Þetta er ekkert vesenið á bak við tjöldin, við erum bara svona lélegir'. Ég veit það ekki."

Þorvaldur Örlygsson tók við Stjörnunni eftir að Rúnar Páll Sigmundsson hætti eftir fyrstu umferð. Hann var titlaður sem aðalþjálfari með Rúnari.

„Hann er ekki í stöðu sem hann vildi vera í," sagði Elvar Geir og bætti Tómas við: „Svo skýtur hann á Stjörnuna í gegnum fjölmiðla eftir síðasta leik þegar hann segir að þeir höfðu allan veturinn til að finna framherja. Það var alveg morgunljóst á þessum ummælum og hvernig þetta hefur verið, að Þorvaldur var aðstoðarþjálfari Rúnars Páls, og væntanlega frábær sem slíkur."

Rætt var um það í þættinum að Þorvaldur var misskilinn karakter.

„Ég vorkenni honum að vera í þessari stöðu því hann vill augljóslega ekki vera í þessari stöðu og hann getur ekki sagt það sem honum liggur á hjarta," sagði Elvar.

„Hann er bara að taka einhverju búi sem hann vildi ekkert taka við," sagði Benedikt Bóas en Þorvaldur var að taka liðinu af herra Stjörnunni, Rúnari Páli.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan en þar er rætt meira um Stjörnuna og það sem er í gangi þar.
Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner