Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 26. maí 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Daníel alls ekki hrifinn af broti Kára í leikslok
Þetta var Daníel ekki sáttur með
Þetta var Daníel ekki sáttur með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni ræðir við Daníel
Bjarni ræðir við Daníel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson, miðjumaður KA, var ekkert alltof sáttur rétt eftir að Helgi Mikael Jónasson, dómari leiks Stjörnunnar og KA, flautaði til leiksloka á mánudagskvöld.

KA vann Stjörnuna 0-1 á Samsungvellinum.

Róa þurfti Daníel niður en hann var allt annað en sáttur við að Kári Pétursson hafi rifið sig niður í þann mund sem leikurinn var flautaður af.

Kári missti boltann í sókn Stjörnunnar og fékk Daníel boltann. Daníel ætlaði að æða upp völlinn með boltann en Kári greip í öxlina á Daníel með þeim afleiðingum að Daníel féll til jarðar.

Á því augnabliki flautaði Helgi Mikael til leiksloka. Daníel átti eitthvað ósagt við Kára og þurfti Helgi að stíga á milli þeirra. Í kjölfarið komu þeir Dusan Brkovic og Bjarni Aðalsteinsson og létu Daníel vita að sigur hafði unnist.

Daníel kom inn á sem varamaður í leiknum og lagði upp sigurmarkið fyrir Elfar Árna Aðalsteinsson.

KA er með þrettán stig eftir sex umferðir.


Bjarni á leiðinni til Daníels
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner