Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 26. júlí 2020 19:03
Unnar Jóhannsson
Jóhann Kristinn: Staðan er að verða djók
Brekkan er brött á Húsavík
Erfitt verkefni er framundan hjá Jóhanni Kristni
Erfitt verkefni er framundan hjá Jóhanni Kristni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs var niðurlútur eftir 5-1 tap sinna manna í Breiðholtinu í dag.

„Sárt og vonbrigðin eru mikil, við ætluðum að snúa þessu dapra gengi við í sumar en þetta fór eins og það fór.“

Völsungar komust yfir í leiknum en síðan ekki söguna meir, hvað gerist eftir markið ?
„Þetta er að verða kunnulegt, þetta er sjötti leikurinn sem við komust yfir af átta, ég held að það sé fyrst og fremst í höfðinu á okkur. Við erum að reyna snúa vondu gengi yfir í gott en það er erfitt þegar við náum ekki fyrsta sigrinum.“

Einhverjir leikmenn Völsungs voru ósáttir með annað mark ÍR og töldu að flaggað hafi verið í aðrdagandanum.
„Þeir eru með tæki til að tala saman og ég held að þetta hafi verið á endanum rétt hjá þeim, mér sýndist boltinn fara af okkar manni, það er óþarfi að dvelja lengi við það.“

Sæþór Olgeirsson klúðraði víti í stöðunni 3-1 og heimamenn brunuðu upp og kláruðu leikinn.
„Mér fannst vera sjálfstraust í mínum manni, hann er gríðarlega öruggur, en er þetta ekki gengið okkar í sumar ?, þetta er stöngin út. Svo fórum við bara í jólagjafabuisness í restina og gáfum þeim mörk, því fór sem fór. Þetta er hugarfarslegt og andlegt hjá okkur, maður hefur ekki oft séð þetta svona. Það er mitt og okkar í kringum þessa stráka að hjálpa þeim og koma þeim á lappir á milli leikja. Við erum að spóla aðeins.“

Lestu um leikinn: ÍR 5 -  1 Völsungur

Næsti leikur er svokallaður sex stiga leikur við Víði á heimavelli
„Við erum ekki hræddir við að setja pressu á sjálf okkur, við vitum stöðuna, hún var erfið fyrir þennan leik og er að verða djók eftir þennan leik. Þessi leikur á fimmtudaginn er stór því við erum ennþá að stilla upp úrslitaleiknum til að snúa við tímabilinu. Kannski erum við að tala of mikið um mikilvægi þessa og hins leiks. Þó að maður sé sleginn mjög harkalega niður á jörðina í þessum leik er ég 100% sannfærður um að við vinnum þann leik.“

Glugginn fer að opna má búast við breytingum á hópnum á Húsavík?
„Nei ég hef fulla trú á hópnum okkar, við erum með sterka leikmenn. Fótboltinn er furðulegur, það er eitthvað að hjá mér eða eitthvað andlegt að plaga okkur. Gæði, hæfileikar, geta, fitness og form það er allt til staðar í liðinu, við þurfum ekki að bæta við okkur.“

Nánar er rætt við Jóhann í spilarnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner