Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 13:59
Ívan Guðjón Baldursson
Trossard skaut þrisvar í tréverkið: Ekki minn dagur
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknartengiliðurinn Leandro Trossard var afar líflegur er Brighton tapaði á heimavelli gegn Manchester United í dag.

Heimamenn í Brighton voru betri aðilinn í leiknum og áttu fimm skot í tréverkið. Trossard átti þrjú þeirra skota, eitt í hvora stöng og eitt í slánna.

„Þetta er ótrúlegt, ég get ekki lýst þessari tilfinningu. Við vorum talsvert betra liðið í dag og áttum að minnsta kosti skilið eitt stig," sagði Trossard að leikslokum.

„Þetta er algjör synd. Það var bætt 5 mínútum við leikinn en við spiluðum allavega í 7 mínútur. Þetta var ekki minn dagur."

Pascal Gross, samherji Trossard, kvartaði einnig undan því að leikslokum að brotið hafði verið á sér í aðdraganda sigurmarks Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner