Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. desember 2020 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsti útileikurinn sem Man Utd vinnur ekki
Jafntefli niðurstaðan.
Jafntefli niðurstaðan.
Mynd: Getty Images
Jöfnunarmarkinu fagnað.
Jöfnunarmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Leicester City 2 - 2 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('23 )
1-1 Harvey Barnes ('31 )
1-2 Bruno Fernandes ('79 )
2-2 Axel Tuanzebe ('85, sjálfsmark)

Leicester og Manchester United skildu jöfn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla.

Það voru gestirnir frá Manchester sem tóku forystuna á 23. mínútu þegar Marcus Rashford skoraði eftir undirbúning frá Bruno Fernandes. Rashford hafði fengið dauðafæri í byrjun leiks en skallaði þá boltann yfir markið.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Man Utd skorar fyrsta markið í leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.



Þrátt fyrir að lenda undir í öllum útileikjum sínum fyrir leikinn í dag, þá hafði United unnið alla útileiki sína fyrir leikinn í Leicester í dag. Heimamenn jöfnuðu metin á 31. mínútu og var þar að verki Harvey Barnes með langskoti. Leicester vann boltann af Fernandes og refsaði hratt. David de Gea hefði mögulega getað gert aðeins betur í markinu.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn aðeins betur, en þegar líða fór á hann þá kom meiri kraftur í leik United. Edinson Cavani kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og nokkrum mínútum síðar var hann búinn að leggja upp mark fyrir Fernandes.

Það dugði ekki gestunum því Leicester jafnaði á 85. mínútu. Jamie Vardy fékk boltann í teignum og átti skot sem fór í Axel Tuanzebe og í markið. Markið var skráð sem sjálfsmark.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-2 í Leicester. Man Utd fékk hættulegri færin en Leicester barðist fyrir þessu stigi. Leicester er í öðru sæti með 28 stig, þremur stigum frá Liverpool en búið að spila leik meira. Man Utd er í þriðja sæti með 27 stig og hefur spilað jafnmarga leiki og topplið Liverpool sem á leik gegn West Brom á morgun.
Athugasemdir
banner
banner