Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jokanovic nýr stjóri Sheffield United (Staðfest)
Fór upp með Watford og Fulham
Mynd: Getty Images
Sheffield United er búið að staðfesta Slavisa Jokanovic sem nýjan knattspyrnustjóra.

Jokanovic tekur við eftir tæplega fimm ára stjórnartíð Chris Wilder sem tókst ekki að halda Sheffield í úrvalsdeildinni. Liðið endaði á botninum og hríðféll með aðeins 23 stig.

Jokanovic hefur verið við stjórnvölinn hjá Al-Gharafa í Katar undanfarin tvö ár en hann hefur áður stýrt Watford og Fulham í enska boltanum.

Jokanovic er ráðinn til að koma Sheffield aftur upp þar sem honum hefur gengið merkilega vel í Championship deildinni.

Hann tók fyrst við Watford í október 2014 og kom félaginu beint upp í úrvalsdeildina. Ekki tókst honum þó að semja við félagið svo hann hélt á önnur mið.

Hálfu ári síðar, í desember 2015, tók Jokanovic svo við Fulham. Hann bjargaði félaginu frá falli úr Championship og kom því upp í ensku úrvalsdeildina vorið 2018.

Jokanovic var rekinn frá Fulham haustið 2018 eftir hrikalega byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Claudio Ranieri var ráðinn í staðinn en entist aðeins í nokkra mánuði.


Athugasemdir
banner