Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 18:46
Aksentije Milisic
Markaregn á Hlíðarenda - Breiðablik svaraði með fjórum mörkum
Áslaug Munda hefur verið frábær í fyrri hálfleiknum.
Áslaug Munda hefur verið frábær í fyrri hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessa stundina er stórleikur í gangi á Hlíðarenda en þar eru Valur og Breiðablik að etja kappi í Pepsi Max deild kvenna.

Fyrir leikinn í dag sitja þessi lið í 2. og 3. sæti eftir fjóra leiki spilaða.

Nú hefur verið flautað til hálfleiks og er staðan 1-4 Breiðablik í vil eftir frábæran fyrri hálfleik. Valsstúlkur komust yfir strax á 6. mínútu þegar Sigríður Lára Garðarsdóttir stangaði inn hornspyrnu frá Dóru Maríu Lárusdóttur.

Blikastúlkur voru hins vegar ekki að svekkja sig á þessu og jöfnuðu einungis fimm mínútum síðar með keimlíku marki.

„BLIKAR JAFNA!!! Nánast bara copy paste af marki Valsara! Agla María með hornið frá vinstri, hár bolti á fjær þar sem Sandra missir af boltanum og þar lúrir Kristín Dís á fjærstönginni og skallar boltann í opið markið!! Þvílik byrjun maður lifandi!! skrifaði Arnar Laufdal Arnarson í beinni textalýsingu.

Hornspyrnumörkin voru ekki hætt. Á 15. mínútu skoraði Breiðablik aftur eftir hornspyrnu en þar var að verki Tiffany Janea McCarty. Taylor Marie Ziemer bætti þriðja markinu við á 19. mínútu. Ótrúlegur átta mínútna kafli hjá gestunum.

Fjörið í fyrri hálfleik var alls ekki búið. Mary Alice Vignola varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark eftir frábæran undirbúning frá Áslaug Mundu Gunnlaugsdóttur.

Staðan því 1-4 fyrir Breiðablik í hálfleik!

Beina textalýsingu frá leiknum má finna hér.






Athugasemdir
banner
banner
banner