Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 18:20
Aksentije Milisic
Noregur: Alfons í sigurliði - Valdimar lék í jafntefli
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað var í Eliteserien deildinni í Noregi í dag og voru þó nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö/Glimt sem vann 2-0 heimasigur á Haugesund. Alfons lék allan leikinn fyrir heimamenn sem sitja á toppi deildarinnar.

Þá var Viðar Ari Jónsson í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði á heimavelli gegn Rosenborg. Leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna en Sandefjord er í ellefta sæti deildarinnar. Sandefjord hefur hins vegar spilað færri leiki en þó nokkur lið í deildinni.

Valdimar Þór Ingimundason lék 65 mínútur í 1-1 jafntefli Stromgodset gegn Tromsö. Ari Leifsson var allan tímann á bekknum hjá Stromgodset sem situr í tíunda sæti deildarinnar.

Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn í 2-1 sigri Viking á Mjondalen. Viking hefur farið ágætlega af stað í deildinni en liðið hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur.

Þá er einn leikur í gangi en þar eigast við Molde og Valerenga. Viðar Örn Kjartansson er á sínum stað í byrjunarliði gestanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner