Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 27. maí 2021 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraph: Solskjær fær þriggja ára samning
Mynd: Getty Images
Telegraph greinir frá því að Ed Woodward og stjórn Manchester United sé ánægt með gengi félagsins undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Norðmaðurinn getur búist við því að fá nýjan þriggja ára samning á borðið til sín á næstu dögum en núverandi samningur hans rennur út í júní á næsta ári.

Undir stjórn Solskjær náði Man Utd öðru sæti úrvalsdeildarinnar og komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en tapaði þar gegn Villarreal í vítaspyrnukeppni.

Solskjær tók við af Jose Mourinho í desember 2018. Þá náðu Rauðu djöflarnir 66 stigum en enduðu í sjötta sæti. Í fyrra fengu þeir aftur 66 stig en náðu þriðja sætinu. Í ár voru stigin 74 talsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner